SVIÐ-rannsóknin hélt málstofu á Hugvísindaþingi þann 8. mars 2024 í Árnagarði. Erindi verkefnisins voru eftirfarandi:
- Ásgrímur Angantýsson: Vísbendingar um stöðu norðlenskra og sunnlenskra framburðarafbrigða
- Finnur Friðriksson: Ég og þú, við og hinir: Nokkur orð um viðhorf til eigin framburðar og annarra
- Ása Bergný Tómasdóttir og Stefanie Bade: Niðurstöður þemagreiningar á viðtölum við þátttakendur Björns Guðfinnssonar: viðhorf, sjálfsmynd og alþýðuhugmyndir
- Eva Hrund Sigurjónsdóttir: Um höggmæltan framburð: eðli og útbreiðsla nýrra framburðartilbrigða í íslensku